Árs- og sjálfbærniskýrsla Samherja hf. vegna ársins 2023 er komin út
22.08.2024
Samherji hf. hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu vegna ársins 2023 þar sem fram koma upplýsingar um ófjárhagslega þætti í starfsemi félagsins og dótturfélaga. Þetta er í fyrsta sinn sem Samherji ræðst í slíka útgáfu og er hún til marks um þá stefnu að auka upplýsingaflæði um starfsemi félagsins og áhrif þess á umhverfi og samfélag.