Árshátíð Samherja verður haldin nk. laugardag Sopot í Póllandi. Um eitt þúsund manns fljúga utan í samtals sex þotum. Tvær fyrstu þoturnar fljúga frá Akureyri í dag.
Miðvikudagurinn 14. mars árið 1945 markaði þáttaskil í atvinnusögu Akureyrarbæjar. Þennan dag var boðað til fundar, tilgangur hans var að kanna áhuga á stofnun útgerðarfélags í bænum með það fyrir augum að sækja um skipakaup til Nýbyggingarráðs en umsóknafrestur um slík kaup var við það að renna út.
Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.
Starfsfólk fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í mötuneyti félagsins. Starfsmannafélagið Fjörfiskur efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá Samherja á Dalvík starfa rúmlega tuttugu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.
Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina.
Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.
Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell eru sömuleiðis farin til veiða. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.
Samherji sendir starfsfólki, viðskiptavinum og landsmönnum öllum bestu óskir um heillaríkt komandi ár, með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum.