Fréttir

Réttur Samherja staðfestur

Í dag var kveðinn upp dómur í Bretlandi í máli sem Samherji hf. höfðaði vegna brota á vörumerkjaréttindum félagsins. Fallist var allar kröfur Samherja hf.

Fann fjölina sína í sjávarútvegstengdu námi

Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði hefur búið alla sína tíð í Sandgerði, ef frá eru talin árin er hann stundaði nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.

Harðbakur málaður og yfirfarinn í Slippnum á Akureyri

Togarinn Harðbakur EA 3 heldur senn til veiða eftir ýmsar endurbætur og uppfærslur í Slippnum á Akureyri, auk þess sem skipið var heilmálað.

Harðbakur er fimm ára gamalt skip, smíðað í Vard-Aukra skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið kom til Akureyrar 9. nóvember 2019 og strax í kjölfarið tók Slippurinn við því, þar sem settur var vinnslubúnaður um borð. Harðbakur er 29 metra langur og 12 metra breiður. Skipið er gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnar.

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins.

„Við verðum að taka alvöru umræðu um hvalveiðar “

Hafrannsóknarstofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024 til 2025, ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á stofninum í haust. Stofnunin mun endurskoða ráðgjöfina þegar niðurstöður mælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í janúar. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, Landsbankinn bendir á að hófleg eða meðalstór loðnuvertíð geti aukið hagvöxt á næsta ári um hálft til eitt prósentustig.

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Bréf til starfsfólks

Ágæta samstarfsfólk.

Heimildin birti í dag umfjöllun um mál sem hefur verið til rannsóknar í fimm ár. Þar er því haldið fram að upplýsingarnar varpi nýju ljósi á málsatvik. Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.

Villibráðarkvöld Fjörfisks á Dalvík: „Frábær matur og skemmtun“

Starfsmannafélag Samherja á Dalvík, Fjörfiskur, hélt árlegt villibráðarkvöld sl. laugardagskvöld, þar sem starfsfólk og gestir gæddu sér á íslenskri villibráð í veglega skreyttum matsal félagsins. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar matarveislu.

Nemendur í vélstjórn komust í feitt

Nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.

Vernd hugverkaréttinda Samherja

Í vikunni fór fram málflutningur í Bretlandi í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni vegna þess að hann hafði vilt á sér heimildir og notað til þess hugverk í eigu Samherja.