Fréttir

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins.

„Við verðum að taka alvöru umræðu um hvalveiðar “

Hafrannsóknarstofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024 til 2025, ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á stofninum í haust. Stofnunin mun endurskoða ráðgjöfina þegar niðurstöður mælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í janúar. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, Landsbankinn bendir á að hófleg eða meðalstór loðnuvertíð geti aukið hagvöxt á næsta ári um hálft til eitt prósentustig.

Samherji hefur varið meira en 100% af hagnaði dótturfélaga til fjárfestinga í rekstri á undanförnum árum

Á síðustu fimm árum hafa Samherji Ísland og Samherji fiskeldi varið meira en eitt hundrað prósentum hagnaðar í fjárfestingar beint í rekstri félaganna, þ.e. í nýjum skipum, vinnsluhúsum og tækjabúnaði. Árið 2020, þegar Samherji vígði nýtt vinnsluhús á Dalvík, fór hlutfallið upp í 145%.

Bréf til starfsfólks

Ágæta samstarfsfólk.

Heimildin birti í dag umfjöllun um mál sem hefur verið til rannsóknar í fimm ár. Þar er því haldið fram að upplýsingarnar varpi nýju ljósi á málsatvik. Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.

Villibráðarkvöld Fjörfisks á Dalvík: „Frábær matur og skemmtun“

Starfsmannafélag Samherja á Dalvík, Fjörfiskur, hélt árlegt villibráðarkvöld sl. laugardagskvöld, þar sem starfsfólk og gestir gæddu sér á íslenskri villibráð í veglega skreyttum matsal félagsins. Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar matarveislu.

Nemendur í vélstjórn komust í feitt

Nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.

Vernd hugverkaréttinda Samherja

Í vikunni fór fram málflutningur í Bretlandi í máli Samherja gegn Oddi Eysteini Friðrikssyni vegna þess að hann hafði vilt á sér heimildir og notað til þess hugverk í eigu Samherja.

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

„ Ég kann afskaplega vel við sjómannslífið“ - Uppskrift að dýrindis lúðurétti

Þórhildur Þórhallsdóttir sem búsett er á Akureyri hefur verið kokkur á skipum Samherja í nærri þrjú ár, síðustu tvö árin á Kaldbak EA 1. Þórhildur hafði ásamt tveimur konum rekið veitingahúsið Kaffi Ilm á Akureyri í tíu ár. Þær ákváðu að selja þetta vinsæla veitingahús og þar með stóð Þórhildur á krossgötum varðandi atvinnu.

Samherji hl‎ýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík.“

Íslenska sjávarútvegssýningin 2024, Ice Fish 2024, var formlega sett í gær en fjörutíu ár er liðin frá því sýningin var fyrst haldin hér á landi. Að þessu sinni mæta sýnendur frá rúmlega tuttugu þjóðlöndum til að kynna allt það nýjasta og besta í alþjóðlegum sjávarútvegi.