Fréttir

Björgvin EA 311 kveður Dalvík

Ísfisktogarinn Björgvin EA 311 lagði af stað frá Dalvík til Vigo á Spáni um miðjan dag í gær og kvöddu margir bæjarbúar þetta fengsæla skip og fylgdust með þegar landfestum var sleppt í síðasta sinn, heimahöfn Björgvins EA.

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nær óbreyttur frá fyrra ári og efnahagur stendur sterkum fótum

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 8,1 milljarði króna á árinu 2023 og var nær óbreyttur frá árinu á undan þegar miðað er við uppgjörsmynt félagsins. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 8,8 milljörðum króna eftir skatta.

„Sjávarútvegurinn er spennandi atvinnugrein“

„Það gefur auga leið að enginn endist í sama starfinu vel yfir þrjá áratugi nema það veiti gleði og fólk hafi gaman af,“ segir Ingibjörg Aradóttir sölufulltrúi hjá Ice Fresh Seafood, sem er félag um sölustarfemi Samherja og annast sömuleiðis sölu afurða annarra framleiðenda.

Hún hefur starfað við sölu á afurðum fyrirtækisins í 34 ár, hóf störf í júlí árið 1990, „á þriðjudegi ef ég man rétt, því hér byrjar enginn á mánudögum,“ segir hún og vísar til þess að hjátrú er gjarnan rík innan sjávarútvegsins. Fyrirtækið hefur tekið stakkaskiptum frá því hún hóf störf, örfáir starfsmenn voru á skrifstofu félagsins á þessum tíma. „Ég held við höfum verið þrjú eða fjögur fyrir utan eigendurna.“

Viðtalið birtist í blaðinu Sóknarfæri og er hér birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.

Með brennandi áhuga á sjómennskunni frá fyrsta degi

Björn Már Björnsson, stýrimaður á uppsjávarskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11
hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað í þrígang að vera í fyrstu áhöfn á nýju fiskiskipi. Viðtal við Björn Má birtist í blaðinu Sóknarfæri og er hér birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.

Togarinn Björgvin EA seldur – Nýtt skip smíðað -

Samherji hefur selt ísfisktogarann Björgvin EA 311 og verður skipið afhent kaupanda í júní.

Björgvin EA er elsta skipið í flota Samherja, smíðað í Noregi árið 1988 og hefur alla tíð reynst mjög vel. Áhöfnin hefur umgengist skipið á sérstaklega vandaðan hátt og alla tíð hefur viðhald verið með ágætum.

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa: Vel heppnað taílenskt skemmtikvöld

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa (STÚA) efndi til taílensks skemmtikvölds en hjá ÚA starfa hátt í þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Thailands.

Seiði komust í settjörn eldisstöðvar

Þann 6. maí síðastliðinn uppgötvaðist að seiði í eldisstöð Samherja fiskeldis að Núpsmýri í Öxarfirði höfðu borist úr einni af eldiseiningum seiðastöðvar yfir í settjörn stöðvarinnar. Seiðin sem um ræðir voru ekki sjógönguhæf. Samherji tilkynnti samdægurs um mögulega slysasleppingu til viðeigandi aðila, ásamt því að efldar voru varnir í frárennsli úr settjörn í viðtaka.

„Sjávarútvegurinn er á undan stjórnvöldum í innleiðingu umhverfisvænnar tækni“

Hákon Þröstur Guðmundsson útgerðarstjóri Samherja var endurkjörinn í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ( SFS) á ársfundi samtakanna sem haldinn var 3. mai s.l.

Steiktur fiskur sem alltaf hittir í mark

„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“ segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.

Stöðugur straumur á bás Samherja og Ice Fresh Seafood í Barcelona - Aðsóknarmet slegið -

Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Seafood Expo Global í Barcelona lýkur í dag, fimmtudag. Samherji og Ice Fresh Seafood eru með veglegan bás á þessari stærstu sjávarútvegssýningu heims á sviði veiða, vinnslu og sölu sjávarafurða. 2.244 fyrirtæki taka þátt í sýningunni frá 87 þjóðlöndum.