Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við hátíðlega athöfn
01.11.2023
Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarélags Akureyringa, miðvikudaginn 1.nóvember, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.