Fréttir

Tilkynning til Verðbréfaþings Íslands.

Innlendir og erlendir sérfræðingar hafa að undanförnu unnið að því að meta tjónið sem varð í eldsvoðanum um borð í frystitogara DFFU, Hannover sunnudaginn 14. maí s.l. DFFU er dótturfélag Samherja hf.

Stefnubreyting hefur orðið hjá Samherja hf. með ráðningu Finnboga Jónssonar sem starfandi stjórnarformanns.

Áhyggjuefni að bréfin hafa ekki hækkað Finnbogi Jónsson, nýráðinn starfandi stjórnarformaður Samherja hf., segir það verða aðalverkefni sitt hjá fyrirtækinu að vinna að framtíðarstefnumótun ásamt leit og þróun nýrra viðfangsefna fyrir félagið, bæði innanlands og utan.

Samherji hf. og Seagold Ltd. buðu Akureyringum upp á Fish & Chips á sjómannadaginn.

Samherji hf. og dótturfyrirtæki þess og söluskrifstofa í Bretlandi, Seagold Ltd. buðu Akureyringum upp á hinn kunna breska þjóðarrétt Fish & Chips í tilefni sjómannadagsins í gær.

Samherji hf. rekinn með 200 milljóna króna hagnaði á árinu 1999.

Veltufé frá rekstri móðurfélagsins nam rúmum milljarði krónaRekstrarhagnaður Samherja hf. á árinu 1999 var 200 milljónir króna samanborið við 706 milljónir króna árið 1998. Það er mun lakari afkoma en gert var ráð fyrir. Ástæður lakari afkomu má fyrst og fremst rekja til mjög slakrar afkomu DFFU, dótturfélags Samherja GmbH í Þýskalandi.

Aðalfundur Samherja hf. haldinn 7. apríl nk.

Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn föstudaginn 7. apríl nk. í Nýja bíói á Akureyri og hefst hann kl. 14:00. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 31. mars nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 7% arður til hluthafa á árinu 2000 fyrir rekstrarárið 1999.

Afkomutölur Samherja birtar 20. mars n.k.

Afkomutölur Samherja fyrir árið 1999 verða birtar 20. mars n.k. en ekki 15. mars eins og áður hefur komið fram.

Kaupþing hf. selur 13,5% hlut í Samherja

Kaupþing hf. seldi í dag 13,5% hlut í Samherja.  Kaupendur voru Fjárfestingafélagið Skel (6,53%), Fjárfestingafélagið Gaumur (3,43%) og Fjárfestingafélagið Fjörður (3,09%).

Skrokkur nýja fjölveiðiskipsins sjósettur í Póllandi.

Í dag var skrokkur hins nýja fjölveiðiskips Samherja sjósettur í Gdansk í Póllandi. Stjórnendur fyrirtækisins fylgdust með athöfninni í blíðskaparveðri og gekk hún eins og best verður á kosið. Skipið mun bera nafnið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 en því hefur þó ekki enn verið gefið nafnið formlega.

Fréttatilkynning frá Samherja í samræmi við reglur

Í tímaritsviðtali sem birtist í gær er haft eftir Þorsteini Vilhelmssyni fyrrum útgerðastjóra og eins aðaleiganda Samherja hf. að fréttatilkynning sem gefin var út af félaginu 9. júní 1999 í tilefni af starfslokum hans hafi ekki verið sannleikanum samkvæm.

Ámælsiverð málsmeðferð Verðbréfaþings Íslands

Í sjónvarpsfréttum í gær, þar sem fjallað var um ummæli Þorsteins Vilhelmssonar í tímaritsviðtali, var haft eftir framkvæmdastjóra Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ) "að mál sem snúa að vísvitandi broti á upplýsingaskyldu hafi ekki komið upp hér á landi áður", eins og sagði orðrétt í umræddri frétt. Var þar vísað í fréttatilkynningu af starfslokum Þorsteins Vilhelmssonar.