Margrét EA-710 landar sínum verðmætasta farmi til þessa úr einni veiðiferð.
31.05.2000
Það var ærin ástæða fyrir áhöfn Margrétar EA-710 að fagna 31. mai s.l. þegar siglt var til heimahafnar á Akureyri úr fimmtu veiðiferð ársins. Í frystigeymslum skipsins var verðmætasti farmur sem skipið hefur aflað í einni veiðiferð frá því að skipið hóf veiðar undir merkjum Samherja. Afli upp úr sjó var 494 tonn aðalega grálúða veidd út af vestfjörðum. Aflaverðmæti var um 111.6 millj. króna. Veiðiferðin tók 24 daga og reyndist hásetahluturinn vera 1.317.038 kr. Af þessu tilefni sigldu forstjóri Samherja og framkvæmdastjóri útgerðasviðs til móts við skipið er það lónaði inn Eyjafjörðinn og samfögnuðu áhöfninni. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Sigtryggur Gíslason. * Sigtryggur skipstjóri einbeittur á svip á innstíminu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðasviðs á leið út í Margréti að fagna þessum áfanga með áhöfninni. Heillaskál fyrir þessari ferð! Vaskir sjómenn! Áhöfn Margrétar EA-710 brosir breitt. Í áhöfn Margrétar EA-710 í þessari ferð voru eftirtaldir: Skipstjóri Sigtryggur Gíslason 1. stýrimaður Willard Helgason 2. stýrimaður Ásgeir G. Pálsson Yfirvélstjóri Hjalti Dagsson 1. Vélstjóri Sveinn Geirmundsson Aðstoðarmaður í vél Sveinn Kristinsson 1. Matsveinn Júlíus Þór Júlíusson Bátsmaður/Baader Guðmundur Bergsson Baadermaður Björgvin Pálmason Netamaður Helgi Jóhannesson Netamaður Logi Jónsson Netamaður Tómas Örn Jónsson Netamaður Þorsteinn Pálsson Háseti Bjarni Gíslason Háseti Gunnar Torfi Benediktsson Háseti Hallgrímur Jónasson Háseti Jóhann Pétursson Háseti Kristján Gunnarsson Háseti Oddur Ólafsson Háseti Róbert Lárusson Háseti Stefán Steingrímsson Háseti Sveinn H Sveinsson Háseti Þóroddur Gíslason