Fréttir

Margrét EA-710 landar sínum verðmætasta farmi til þessa úr einni veiðiferð.

Það var ærin ástæða fyrir áhöfn Margrétar EA-710 að fagna 31. mai s.l. þegar siglt var til heimahafnar á Akureyri úr fimmtu veiðiferð ársins. Í frystigeymslum skipsins var verðmætasti farmur sem skipið hefur aflað í einni veiðiferð frá því að skipið hóf veiðar undir merkjum Samherja. Afli upp úr sjó var 494 tonn aðalega grálúða veidd út af vestfjörðum. Aflaverðmæti var um 111.6 millj. króna. Veiðiferðin tók 24 daga og reyndist hásetahluturinn vera 1.317.038 kr. Af þessu tilefni sigldu forstjóri Samherja og framkvæmdastjóri útgerðasviðs til móts við skipið er það lónaði inn Eyjafjörðinn og samfögnuðu áhöfninni. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Sigtryggur Gíslason. * Sigtryggur skipstjóri einbeittur á svip á innstíminu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðasviðs á leið út í Margréti að fagna þessum áfanga með áhöfninni. Heillaskál fyrir þessari ferð! Vaskir sjómenn! Áhöfn Margrétar EA-710 brosir breitt. Í áhöfn Margrétar EA-710 í þessari ferð voru eftirtaldir: Skipstjóri Sigtryggur Gíslason 1. stýrimaður Willard Helgason 2. stýrimaður Ásgeir G. Pálsson Yfirvélstjóri Hjalti Dagsson 1. Vélstjóri Sveinn Geirmundsson Aðstoðarmaður í vél Sveinn Kristinsson 1. Matsveinn Júlíus Þór Júlíusson Bátsmaður/Baader Guðmundur Bergsson Baadermaður Björgvin Pálmason Netamaður Helgi Jóhannesson Netamaður Logi Jónsson Netamaður Tómas Örn Jónsson Netamaður Þorsteinn Pálsson Háseti Bjarni Gíslason Háseti Gunnar Torfi Benediktsson Háseti Hallgrímur Jónasson Háseti Jóhann Pétursson Háseti Kristján Gunnarsson Háseti Oddur Ólafsson Háseti Róbert Lárusson Háseti Stefán Steingrímsson Háseti Sveinn H Sveinsson Háseti Þóroddur Gíslason

Finnbogi Jónsson ráðinn sem starfandi stjórnarformaður Samherja.

Stjórn Samherja hf. hefur samþykkt að ráða Finnboga Jónsson sem starfandi stjórnarformann félagsins frá og með 1. júní n.k. Auk almennra starfskyldna stjórnarformanns mun Finnbogi vinna að stefnumörkun og framtíðarskipulagi fyrir félagið og erlend dótturfélög þess og að nýjum tækifærum á þeirra vegum.

Tilkynning til Verðbréfaþings Íslands.

Innlendir og erlendir sérfræðingar hafa að undanförnu unnið að því að meta tjónið sem varð í eldsvoðanum um borð í frystitogara DFFU, Hannover sunnudaginn 14. maí s.l. DFFU er dótturfélag Samherja hf.

Stefnubreyting hefur orðið hjá Samherja hf. með ráðningu Finnboga Jónssonar sem starfandi stjórnarformanns.

Áhyggjuefni að bréfin hafa ekki hækkað Finnbogi Jónsson, nýráðinn starfandi stjórnarformaður Samherja hf., segir það verða aðalverkefni sitt hjá fyrirtækinu að vinna að framtíðarstefnumótun ásamt leit og þróun nýrra viðfangsefna fyrir félagið, bæði innanlands og utan.

Samherji hf. og Seagold Ltd. buðu Akureyringum upp á Fish & Chips á sjómannadaginn.

Samherji hf. og dótturfyrirtæki þess og söluskrifstofa í Bretlandi, Seagold Ltd. buðu Akureyringum upp á hinn kunna breska þjóðarrétt Fish & Chips í tilefni sjómannadagsins í gær.

Samherji hf. rekinn með 200 milljóna króna hagnaði á árinu 1999.

Veltufé frá rekstri móðurfélagsins nam rúmum milljarði krónaRekstrarhagnaður Samherja hf. á árinu 1999 var 200 milljónir króna samanborið við 706 milljónir króna árið 1998. Það er mun lakari afkoma en gert var ráð fyrir. Ástæður lakari afkomu má fyrst og fremst rekja til mjög slakrar afkomu DFFU, dótturfélags Samherja GmbH í Þýskalandi.

Aðalfundur Samherja hf. haldinn 7. apríl nk.

Aðalfundur Samherja hf. verður haldinn föstudaginn 7. apríl nk. í Nýja bíói á Akureyri og hefst hann kl. 14:00. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 31. mars nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um að greiddur verði 7% arður til hluthafa á árinu 2000 fyrir rekstrarárið 1999.

Afkomutölur Samherja birtar 20. mars n.k.

Afkomutölur Samherja fyrir árið 1999 verða birtar 20. mars n.k. en ekki 15. mars eins og áður hefur komið fram.

Kaupþing hf. selur 13,5% hlut í Samherja

Kaupþing hf. seldi í dag 13,5% hlut í Samherja.  Kaupendur voru Fjárfestingafélagið Skel (6,53%), Fjárfestingafélagið Gaumur (3,43%) og Fjárfestingafélagið Fjörður (3,09%).

Skrokkur nýja fjölveiðiskipsins sjósettur í Póllandi.

Í dag var skrokkur hins nýja fjölveiðiskips Samherja sjósettur í Gdansk í Póllandi. Stjórnendur fyrirtækisins fylgdust með athöfninni í blíðskaparveðri og gekk hún eins og best verður á kosið. Skipið mun bera nafnið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 en því hefur þó ekki enn verið gefið nafnið formlega.