Hlutafé Samherja aukið um rúmar 285 milljónir króna
15.11.2000
-Hlutaféð notað til að kaupa hlut KEA í BGB-Snæfelli hf. Hluthafafundur Samherja hf., sem haldinn var síðdegis í gær, samþykkti að auka hlutafé félagsins um 285.315.012 krónur, eða úr 1.374.684.988 krónum í 1.660.000.000 króna. Jafnframt samþykkti fundurinn að núverandi hluthafar féllu frá forkaupsrétti á hinu nýja hlutafé og verður það notað til að kaupa hlut KEA í BGB-Snæfelli hf. en stefnt er að sameiningu þessara tveggja félaga undir nafni Samherja og að sameiningin taki gildi eigi síðar en um næstu áramót.