Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er eitt öflugasta og fullkomnasta fiskiskip flotans
06.09.2000
Nýtt fjölveiðiskip Samherja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA, gefur félaginu aukna möguleika í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, framkvæmdastjóra félagsins, en skipið kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri á sunnudag.