Fréttir

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er eitt öflugasta og fullkomnasta fiskiskip flotans

Nýtt fjölveiðiskip Samherja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA, gefur félaginu aukna möguleika í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, framkvæmdastjóra félagsins, en skipið kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri á sunnudag.

Fjölmenni við móttöku- og skírnarathöfn hins nýja fjölveiðiskips Samherja

Fjölmargir bæjarbúar og aðrir gestir lögðu leið sína niður að togarabryggju Akureyrarbæjar í dag í blíðskaparveðri til að taka þátt í móttöku- og skírnarathöfn hins nýja fjölveiðiskips Samherja og samgleðjast þannig fyrirtækinu á þessum merku tímamótum. 

Nýtt skip Samherja hf. kemur til Akureyrar á sunnudaginn

Sunnudaginn 3. september nk. kemur til Akureyrar nýja fjölveiðiskipið sem Samherji hf. hefur verið með í smíðum í Noregi. Skipið leggst að Togarabryggjunni og kl. 15 verður athöfn þar sem skipinu verður gefið nafn. Samherji býður bæjarbúum að fylgjast með athöfninni og að henni lokinni verður skipið opið almenningi til skoðunar. Ekki er að efa að marga fýsir að skoða þetta nýja skip auk þess sem frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 mun liggja við bryggju og vera opinn almenningi.

Rekstrarhagnaður Samherja 379 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins

Rekstrarhagnaður Samherja hf. fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 379 milljónum króna. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður 200 milljónum króna. Hagnaður móðurfélagsins fyrir skatta nam nú 607 milljónum króna samanborið við 336 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf fyrir hlutabréf í Samherja hf.

Stjórnir Kaupfélags Eyfirðinga annars vegar og Samherja hf hins vegar hafa samþykkt að taka upp viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB - Snæfelli hf fyrir hlutabréf í Samherja hf. Saman eiga KEA og Samherji yfir 80 % hlutafjár í BGB-Snæfelli. Stefnt er að því að niðurstaða í málið fáist innan fárra daga. F.h. Kaupfélags Eyfirðinga Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður F.h. Samherja h/f Finnbogi Jónson,stjórnarformaðurFréttatilkynning frá KEA og Samherja hf. föstudaginn 20. ágúst 2000.

Aflahlutdeildir skipa Samherja og úthlutun fiskveiðiárið 2004-2005:

*  Úthlutun í loðnu nemur um 748 þús. lestum eftir 17 janúar 2005 **  Aflamark í kolmunna var lækkað úr 713 þús. lestum niður í 428 þús.lestir 20.desember 2004 

Aukin þátttaka Samherja hf. í fiskeldi

Samherji hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í Íslandslaxi hf. í Grindavík og 85% hlutafjár í Víkurlaxi ehf. í Eyjafirði. Fjárfesting Samherja í þessum félögum nemur samtals um 215 milljónum króna. Fyrir er Samherji næststærsti hluthafinn í Fiskeldi Eyjafjarðar með um 11% hlutafjár.

Hannover heldur til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu

Hannover, frystitogari þýska útgerðarfyrirtækisins DFFU, dótturfélags Samherja hf., kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir umfangsmikla viðgerð í Noregi. Frá Reykjavík mun skipið halda til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu og stunda þær veiðar til áramóta. Sem kunnugt er kom upp eldur í Hannover þann 14. maí sl. þar sem skipið var að veiðum á Grænlandshafi. Skipið var dregið til hafnar í Reykjavík og eftir að tjónið hafði verið metið var skipið dregið til Noregs til viðgerða. Þangað kom skipið þann 31. maí sl.

Margrét EA-710 landar sínum verðmætasta farmi til þessa úr einni veiðiferð.

Það var ærin ástæða fyrir áhöfn Margrétar EA-710 að fagna 31. mai s.l. þegar siglt var til heimahafnar á Akureyri úr fimmtu veiðiferð ársins. Í frystigeymslum skipsins var verðmætasti farmur sem skipið hefur aflað í einni veiðiferð frá því að skipið hóf veiðar undir merkjum Samherja. Afli upp úr sjó var 494 tonn aðalega grálúða veidd út af vestfjörðum. Aflaverðmæti var um 111.6 millj. króna. Veiðiferðin tók 24 daga og reyndist hásetahluturinn vera 1.317.038 kr. Af þessu tilefni sigldu forstjóri Samherja og framkvæmdastjóri útgerðasviðs til móts við skipið er það lónaði inn Eyjafjörðinn og samfögnuðu áhöfninni. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Sigtryggur Gíslason. * Sigtryggur skipstjóri einbeittur á svip á innstíminu. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðasviðs á leið út í Margréti að fagna þessum áfanga með áhöfninni. Heillaskál fyrir þessari ferð! Vaskir sjómenn! Áhöfn Margrétar EA-710 brosir breitt. Í áhöfn Margrétar EA-710 í þessari ferð voru eftirtaldir: Skipstjóri Sigtryggur Gíslason 1. stýrimaður Willard Helgason 2. stýrimaður Ásgeir G. Pálsson Yfirvélstjóri Hjalti Dagsson 1. Vélstjóri Sveinn Geirmundsson Aðstoðarmaður í vél Sveinn Kristinsson 1. Matsveinn Júlíus Þór Júlíusson Bátsmaður/Baader Guðmundur Bergsson Baadermaður Björgvin Pálmason Netamaður Helgi Jóhannesson Netamaður Logi Jónsson Netamaður Tómas Örn Jónsson Netamaður Þorsteinn Pálsson Háseti Bjarni Gíslason Háseti Gunnar Torfi Benediktsson Háseti Hallgrímur Jónasson Háseti Jóhann Pétursson Háseti Kristján Gunnarsson Háseti Oddur Ólafsson Háseti Róbert Lárusson Háseti Stefán Steingrímsson Háseti Sveinn H Sveinsson Háseti Þóroddur Gíslason

Finnbogi Jónsson ráðinn sem starfandi stjórnarformaður Samherja.

Stjórn Samherja hf. hefur samþykkt að ráða Finnboga Jónsson sem starfandi stjórnarformann félagsins frá og með 1. júní n.k. Auk almennra starfskyldna stjórnarformanns mun Finnbogi vinna að stefnumörkun og framtíðarskipulagi fyrir félagið og erlend dótturfélög þess og að nýjum tækifærum á þeirra vegum.